Njarðarskjöldurinn og Freyjusómi 2013, viðurkenningar- og hvatningarverðlaun, voru veitt við hátíðlega athöfn í Hörpu í lok febrúar. Njarðarskjöldinn hlaut að þessu sinni Gilbert úrsmiður á Laugavegi, en Freyjusóma hlaut Ófeigur gullsmiður á Skólavörðustíg. Njarðarskjöldurinn er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og SVÞ – Samtak verslunar og þjónustu, Félags atvinnurekenda, Kaupmannasamtaka Íslands, Global Blue á Íslandi og Tax Free World Wide. Markmið verðlaunanna er að hvetja til bættrar og aukinnar verslunarþjónustu við ferðamenn í Reykjavík.
Lestu meira á atvinnurekendur.is: