Nútíma innkaupastýring og áætlanagerð – myndir frá ráðstefnu FA og Vörustjórnunarfélagsins

12.03.2025

Yfir 100 manns mættu á ráðstefnu FA og Vörustjórnunarfélags Íslands um nútíma innkaupastýringu og áætlanagerð, sem haldin var á Nauthóli. Hér að neðan eru myndir frá ráðstefnunni.

Framsöguerindi á ráðstefnunni fluttu Gunnar Stefánsson, prófessor í iðnaðarverkfræði, Einar Karl Þórhallsson og Sigrún B. Gunnhildardóttir, framkvæmdastjorar hjá AGR – áætlanagerð, Kristján M. Ólafsson, framkvæmdastjóri Vínbúða og þjónustu hjá ÁTVR og formaður Vörustjórnunarfélagsins, Stanley Örn Axelsson, sviðsstjóri innkaupa hjá Fjársýslu ríkisins, Dario Namazi hjá RELEX og Stefán Baxter, framkvæmdastjóri Snjallgagna ehf. Fundarstjóri var Jóhanna Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Banana. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, tók saman í ráðstefnulok.

Nýjar fréttir

Innskráning