Nútíma innkaupastýring og áætlanagerð – ráðstefna FA og Vörustjórnunarfélagsins 12. mars

26.02.2025

Félag atvinnurekenda og Vörustjórnunarfélag Íslands efna til ráðstefnu miðvikudaginn 12. mars um nútíma innkaupastýringu og áætlanagerð. Fjallað verður um hvernig bæði fyrirtæki og opinberir aðilar geta lækkað kostnað og vöruverð með nýjum nálgunum og aðferðum. Ráðstefnan er haldin á Nauthóli og stendur kl. 8.30-12. Skráning er nauðsynleg hér að neðan.

Meðal umfjöllunarefna:

  • Samkeppnishæfni Íslands í nútíma vörustjórnun
  • Kynningar hugbúnaðarfyrirtækja á lausnum í vörustjórnun
  • Reynslusögur fyrirtækja og stofnana
  • Áhrif gervigreindarlausna á innkaupastjórnun

Dagskrá:

8:30 – 9:00 Skráning og kaffi með léttum veitingum

9:00 – 9:20 Framsöguerindi
:
Staða Íslands og samkeppnishæfni í nútíma vörustjórnun 
Gunnar Stefánsson prófessor í iðnaðarverkfræði við HÍ. Innkaup – birgðastjórnun – áætlanagerð

9:20 – 9:40 Frá gögnum til ákvarðana: AGR-leiðin að betri árangri
Einar Karl Þórhallsson, framkvæmdastjóri rekstrar og þjónustu, og Sigrún B Gunnhildardóttir, framkvæmdastjóri vöruþróunar hjá AGR – áætlanagerð
Fjallað verður um hvernig hugbúnaðarfyrirtækið AGR hefur umbreytt vöru- og þjónustuframboði sínu með tilkomu SaaS-umbreytingarinnar.

9:40 – 10:00 Ávinningur breyttrar innkaupastjórnunar hjá Vínbúðunum
Kristján M Ólafsson, framkvæmdastjóri Vínbúða og þjónustu hjá ÁTVR og formaður Vörustjórnunarfélagsins: Hvaða aðferðum beitti ÁTVR við að lækka rekstrarkostnað verslana?

10:00 – 10:30 Kaffi og meðlæti – gæðastund með kollegum

10:30 – 10:50 Nýjar áherslur í innkaupum ríkisins
Stanley Örn Axelsson, sviðsstjóri hjá Fjársýslu ríkisins

10:50 – 11:10 Transform your business with RELEX
Dario Namazi, Business Development Executive: Stay Ahead or Fall Behind – The Choice is Yours

11:10 – 11:30 Innkaup og forspárlíkön með aðstoð gervigreindar
Stefán Baxter, framkvæmdastjóri Snjallgagna ehf.

11:30 Lok ráðstefnu og samantekt
Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri FA

Fundarstjóri: Jóhanna Jónsdóttir framkvæmdastjóri Banana

Verð fyrir félagsmenn VSF og FA er 23.900 kr. Almennt verð er 29.000. Skráning er á síðu Vörustjórnunarfélagsins.

Skráning á ráðstefnuna

Nýjar fréttir

Innskráning