Ný stjórn FA kjörin á aðalfundi

05.02.2016
Birgir Bjarnason
Birgir S. Bjarnason er formaður FA.

Ný stjórn Félags atvinnurekenda var sjálfkjörin á aðalfundi félagsins í gær. Birgir Bjarnason, Íslensku umboðssölunni, formaður og Bjarni Ákason, Epli.is/Skakkaturni, meðstjórnandi, sátu áfram í  stjórn en þeir voru kjörnir til tveggja ára á aðalfundi 2015. Tveir stjórnarmenn gáfu kost á sér til endurkjörs til tveggja ára, þeir Hannes Jón Helgason, Reykjafelli og Magnús Óli Ólafsson, Innnesi. Þá voru kjörnir tveir nýir stjórnarmenn, Margrét Tryggvadóttir, Nova, til eins árs og Anna Kristín Kristjánsdóttir, Hvíta húsinu, til tveggja ára.

Aðalfundurinn kaus enn fremur þrjá fulltrúa í kjararáð til þriggja ára. Þeir þrír sem voru kjörnir 2013 gáfu allir kost á sér áfram, þeir Guðmundur S. Maríusson, Íslensku auglýsingastofunni, Þorvaldur Guðmundsson, Reykjafelli, og Karl Sigurðsson, Icepharma.

Upplýsingar um stjórn FA

Nýjar fréttir

21. desember 2024
21. desember 2024

Innskráning