Ný stjórn Félags atvinnurekenda

02.02.2018
Stjórn FA, kjörin á aðalfundi 1. febrúar 2018. Frá vinstri: Anna Kristín Kristjánsdóttir, Linda Björk Gunnlaugsdóttir, Bjarni Ákason, Magnús Óli Ólafsson, Birgir Bjarnason og Ragnhildur Geirsdóttir.

Ný stjórn Félags atvinnurekenda var kjörin á aðalfundi félagsins í gær. Þau tímamót urðu við stjórnarkjörið að í fyrsta sinn í 90 ára sögu félagsins eru jafnmargar konur og karlar í stjórn.

Að þessu sinni var samkvæmt lögum félagsins kosið um þrjá meðstjórnendur til þriggja ára og var sjálfkjörið í þau embætti.

Ragnhildur Geirsdóttir, aðstoðarforstjóri Wow air, er nýr stjórnarmaður. Þá voru Anna Kristín Kristjánsdóttir, eigandi og stjórnarmaður í Hvíta húsinu, sem setið hefur í stjórn frá 2016, og Birgir Bjarnason, framkvæmdastjóri Islenska-sales agency ehf., sem setið hefur í stjórn FA mörg undanfarin ár, þar af fjögur sem formaður, endurkjörin.

Áfram sitja í stjórn Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innness ehf., formaður, og meðstjórnendurnir Bjarni Ákason, einn af eigendum Epli.is/Skakkaturns og Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line Íslandi ehf.

Upplýsingar um stjórn FA

Nýjar fréttir

Innskráning