Óbreytt stjórn að loknum aðalfundi

14.02.2024

Stjórn Félags atvinnurekenda er óbreytt að loknum aðalfundi félagsins sem haldinn var í gær. Kjörtímabil þriggja meðstjórnenda rann út og gáfu þeir allir kost á sér aftur og voru sjálfkjörnir. Þetta eru Anna Kristín Kristjánsdóttir, stjórnarmaður og eigandi í Hvíta húsinu, Guðmundur R. Sigtryggsson, framkvæmdastjóri XCO og Leifur Örn Leifsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Innness.

Fyrir sátu í stjórn, kjörin á aðalfundi 2023, Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu, formaður, Lilja Dögg Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Lyfjasviðs Icepharma og Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar.

Á aðalfundinum var samþykkt að hækka gjaldskrá félagsins um 2,5% frá síðasta ári. Undanfarin ár hefur gjaldskrá félagsins fylgt hækkunum á verðlagi en stjórn félagsins lagði þetta til við fundinn til þess að FA gengi á undan með góðu fordæmi á tíma þegar bæði opinberir aðilar og fyrirtæki eru hvött til að halda hækkunum á verði vöru og þjónustu, sköttum og gjöldum í lágmarki.

Á myndinni eru frá vinstri: Lilja Dögg, Guðrún Ragna, Leifur Örn, Anna Kristín, Friðrik Ingi og Guðmundur Rósmar.

Nánari upplýsingar um stjórn FA

Nýjar fréttir

Innskráning