Oddvitar framboða til borgarstjórnar ræða hagsmunamál fyrirtækjanna í Kaffikróknum

25.04.2022

Kaffikrókurinn, hlaðvarpsþáttur FA, fer aftur í loftið í vikunni og verður rætt við oddvita helstu framboða fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík um stefnumál flokkanna og hagsmunamál fyrirtækjanna. 

Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri býður oddvitunum til sín í Kaffikrókinn. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, ríður á vaðið næstkomandi miðvikudag og viðtölin við oddvitana birtast svo jafnt og þétt fram til kosninga. Hægt verður að nálgast viðtölin hér á atvinnurekendur.is, á Facebook-síðu og YouTube-rás FA og á Spotify. 

Í fyrsta þætti ársins, sem hægt er að horfa á hér að neðan, fer Ólafur yfir nokkur mál sem brenna á fyrirtækjum og hann mun ræða við oddvitana. 

 

Hér er hægt að nálgast þáttinn á Spotify

Nýjar fréttir

11. september 2024

Innskráning