Opinberum starfsmönnum fjölgaði um fimmtung á sex árum – launin orðin samkeppnisfær við almennan markað

09.02.2023

Starfsmönnum ríkis og sveitarfélaga fjölgaði um 11.400 á árunum 2015 til 2021 sé litið til talna vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar. Það er rúmlega 20% fjölgun, en á sama tíma fjölgaði fólki á almennum vinnumarkaði um 4.200, sem var 3% aukning. Þetta er á meðal niðurstaðna skýrslu Intellecon, sem unnin var fyrir Félag atvinnurekenda. Skýrslan ber yfirskriftina „Er ekki bara best að vinna hjá ríkinu“ og verður kynnt á opnum fundi FA kl. 16 í dag.

Önnur meginniðurstaða skýrslunnar er að laun hjá hinu opinbera eru orðin samkeppnisfær við almenna markaðinn. Greidd laun í opinberri stjórnsýslu eru almennt hærri en í flestum öðrum starfsgreinum. Að þessu gefnu má ætla að eftirsóknara sé en áður að vinna hjá hinu opinbera.

Á árunum 2008 til 2021 hækkaði hlutfall vinnandi fólks sem starfaði hjá hinu opinbera úr 30% í 33%. Hlutfall opinbera vinnumarkaðarins af heildarvinnuafli er með því hæsta sem þekkist meðal landa OECD og er eingöngu hærra í Danmörku, Svíþjóð og Noregi.

Hlutfall kvenna á vinnumarkaði sem vinnur hjá hinu opinbera er mun hærra en karla. Þannig eru 73% af starfsmönnum sveitarfélaganna konur en 66% ríkisstarfsmanna. Á árunum 2008-2021 hækkaði hlutfall vinnandi kvenna í starfi hjá hinu opinbera úr 43% í 47% og styttist því í að önnur hver kona á vinnumarkaði vinni hjá ríkinu eða sveitarfélögum.

Starfsfólki af erlendum uppruna hefur fjölgað mjög á vinnumarkaði en aðeins 16% erlendra starfsmanna störfuðu hjá hinu opinbera árið 2021.

Skýrsla Intellecon: Er ekki bara best að vinna hjá ríkinu?

Nýjar fréttir

21. desember 2024
21. desember 2024

Innskráning