Félag atvinnurekenda efnir til opins fundar á undan aðalfundi félagsins á Nauthóli kl. 14-16 fimmtudaginn 1. febrúar. Umræðuefnið er fjórða iðnbyltingin svokallaða. Aukin sjálfvirkni, vélmenni og gervigreind taka yfir æ fleiri hefðbundin störf og tækniþróun umbyltir mörgum atvinnugreinum. Í því felast bæði tækifæri og áskoranir.
14.00 Fundur settur – Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Hvíta hússins, fundarstjóri
14.05 Ávarp ráðherra – Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra
14.15 Vöruhús framtíðarinnar – Heimir Guðmundsson, vöruhúsastjóri Innness
14.35 Róbótarnir eru komnir í bjórinn – Margrét Arnardóttir, framkvæmdastjóri tæknisviðs Ölgerðarinnar
14.55 Menntun fyrir atvinnulíf fjórðu iðnbyltingarinnar – Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík
15.15 Stjórnandinn á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar – Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent í stjórnun og leiðtogafræðum hjá Háskóla Íslands
15.35 Félagsskapur fyrir framtíðina: Stefnumótunarverkefni FA – Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA
Aðalfundur FA hefst kl. 16.15 að loknu kaffihléi
Skráning á fundinn hér að neðan. Athugið að hægt er að haka bæði við opna fundinn og aðalfundinn, sem opinn er félagsmönnum í FA.