Opinn fundur 11. febrúar: Grænt frumkvæði fyrirtækja

09.01.2020

Umhverfismál eru í deiglunni á opnum fundi sem haldinn er í aðdraganda aðalfundar Félags atvinnurekenda á Nauthóli 11. febrúar næstkomandi kl. 14-16. Við heyrum frá fyrirtækjum sem hafa tekið frumkvæði, sýnt ábyrgð í umhverfismálum og gert sér viðskipti úr umhverfisvænum lausnum.

Dagskrá

14.00   Setning fundarins – Magnús Óli Ólafsson, formaður FA

14.05   Ferðalagið er rétt að byrja! – Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar

14.25   Nýtt upphaf – lágmörkun umhverfisáhrifa – Hreinn Elíasson, markaðsstjóri Garra

14.45   Breyttir tímar – betri nýting – Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Orku náttúrunnar

15.05   Andandi borgir – Einar Rúnar Magnússon, forstöðumaður viðskiptaþróunar Arctic Green Energy

15.25   Hvert er kolefnisspor vörunnar? – Helga Jóhanna Bjarnadóttir, sviðsstjóri samfélagssviðs EFLU

15.45   Grænt, gult eða rautt? Staðan á nokkrum baráttumálum FA – Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA

16.00   Kaffiveitingar

Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Hvíta hússins, stýrir fundinum.

Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir en skráning er nauðsynleg hér að neðan.

Aðalfundur FA hefst á sama stað kl. 16.30 og verður auglýstur sérstaklega meðal félagsmanna.

Nýjar fréttir

8. júlí 2024

Innskráning