Opinn fundur 13. febrúar um samkeppni í orkuskiptum: Er ríkið í stuði?

30.01.2024

Nýr markaður fyrir hleðslu og þjónustu fyrir rafbílaeigendur hefur orðið til með orkuskiptum í samgöngum. Fyrirtæki í eigu ríkis og sveitarfélaga veita einkafyrirtækjum harða samkeppni á þessum nýja markaði án þess að það hafi fengið mikla athygli eða umræðu. Er einhver þörf á að hið opinbera þjónusti rafbíla frekar en bensín- eða dísilbíla? Er samkeppnin sanngjörn og opinberu fyrirtækin að sinna sínu eðlilega hlutverki – eða er eitthvað mjög óeðlilegt í gangi?

Þessum spurningum er velt upp á opnum fundi Félags atvinnurekenda kl. 16 hinn 13. febrúar á Grand Hótel Reykjavík. Þar verður kynnt ný skýrsla, „Er ríkið í stuði?“ sem ráðgjafarfyrirtækið Intellecon hefur unnið fyrir FA um markað orkuskipta í samgöngum. Fulltrúar fyrirtækja á markaðnum lýsa sinni reynslu af samkeppni við fyrirtæki hins opinbera og ráðherra orkumála lýsir sinni afstöðu til þessarar þróunar.

Anna Kristín, Guðrún Ragna, Gunnar, Þórdís Lind, Sigurður og Guðlaugur Þór.

Dagskrá:

16.00   Fundur settur
Anna Kristín Kristjánsdóttir, varaformaður FA, fundarstjóri

16.05   Opnunarávarp
Guðrún Ragna Garðarsdóttir, formaður FA og framkvæmdastjóri Atlantsorku

16.15   Er ríkið í stuði? Kynning á nýrri skýrslu
Gunnar Haraldsson, framkvæmdastjóri Intellecon

16.30   Samkeppni með forgjöf
Þórdís Lind Leiva, forstöðumaður orkusviðs N1

16.45   Eru orkuskipti eftirlitslaus?
Sigurður Ástgeirsson, framkvæmdastjóri Ísorku

17.00   Ávarp
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra

Fundurinn er haldinn í beinu framhaldi af aðalfundi FA. Að fundi loknum, um kl. 17.15, er móttaka með léttum veitingum.

Skráning á fundinn er hér að neðan.

Skráning á opinn fund um orkuskipti

Nýjar fréttir

Innskráning