Opinn fundur 14. febrúar: Hvað elskar markaðurinn?

04.02.2019

Aðalfund Félags atvinnurekenda ber að þessu sinni upp á Valentínusardaginn 14. febrúar og þá er eðlilegt að opinn fundur, sem haldinn er á undan aðalfundarstörfum, fjalli um tilfinningasamband neytenda og fyrirtækja. Við fræðumst meðal annars um tryggð neytenda við vörumerki og heyrum í nokkrum frumkvöðlum, sem hafa ýmist fundið óvænta syllu á markaðnum eða breytt viðkomandi markaði. Fundurinn fer fram á Nauthóli kl. 14-16.

 

Dagskrá

14.00   Setning fundarins Magnús Óli Ólafsson, formaður FA

14.05   Allir elska Ísland Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra

14.15   Gagnvart hvaða vörumerkjum eru Íslendingar jákvæðastir? Ólafur Elínarson, sviðsstjóri markaðsrannsókna hjá Gallup

14.35   Tryggð og ást í viðskiptasamböndum Fida Abu Libdeh, framkvæmdastjóri geoSilica Iceland

14.55   Eins og heitar lummur Ágúst Einþórsson, framkvæmdastjóri Brauð & co.

15.15   Elskar ríkið samkeppni? Ómar Hjaltason, framkvæmdastjóri Baseparking

15.35   Endalok heimsins Óli Rúnar Jónsson, framkvæmdastjóri Brugghússins Borgar

15.55   Ást á frelsinu í 90 ár Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA

Fundarstjóri er Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Hvíta hússins.

Aðalfundur FA hefst kl. 16.30 að loknu kaffihléi

Fundurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir. Skráning er nauðsynleg hér að neðan. Athugið að hægt er að haka bæði við opna fundinn og aðalfundinn sem hefst kl. 16.30.

 

Nýjar fréttir

13. júní 2024

Innskráning