Opinn fundur um ársreikningagerð og ársreikngaskil

15.03.2013

Óraunhæfar kröfur til minni og meðalstórra fyrirtækja?

 

Opinn fundur um ársreikningagerð og ársreikningaskil

 

 

Er löggjöf á Íslandi varðandi ársreikningagerð og skil ársreikninga íþyngjandi fyrir fyrirtæki sem ekki eru skráð á hlutabréfamarkað? Er eðlilegt að gera ítrustu kröfur til allra fyrirtækja varðandi endurskoðun og skil ársreikninga? Er hægt að fara aðrar leiðir án þess að slaka  á eðlilegum kröfum til fyrirtækjanna?

 

 

Félag atvinnurekenda boða til fundar um þetta brýna málefni miðvikudaginn 20. mars kl. 8.30 til 10 í húsakynnum félagsins í húsi verslunarinnar, 9. hæð. Létt morgunhressing í boði. Skráning hér.

 

 

Dagskrá:

1.  Tekur löggjöf um endurskoðun mið af aðstæðum óskráðra fyrirtækja? Stefán Svavarsson, prófessor við Háskólann á Bifröst

2. Skil ársreikninga og samkeppnissjónarmið. Reynslusaga. Benedikt Eyjólfsson, forstjóri Bílabúðar Benna

3. Umræður og fyrirspurnir.

 

 

Við hvetjum félagsmenn til að bjóða gestum með sér til fundarins. Vinsamlegast skráið alla þátttakendur fyrirfram.

 

 

 

Stjórn FA

 

Nýjar fréttir

22. apríl 2024

Innskráning