Örnámskeið í apríl og maí: Krísustjórnun, veikindaréttur og neytendamál

19.04.2024

Félag atvinnurekenda heldur þrjú örnámskeið fyrir félagsmenn í apríl og maí. Örnámskeiðin okkar hafa notið mikilla vinsælda, en þau fara fram á Teams og taka aðeins hálftíma. Fyrst er 20 mínútna fyrirlestur um gagnlegt efni og síðan 10 mínútur fyrir spurningar og svör. Námskeiðin eru einkum ætluð stjórnendum. Við val á umfjöllunarefnum er höfð hliðsjón af könnun FA meðal félagsmanna fyrr á árinu.

Hægt er að skrá sig nú þegar á fyrsta námskeiðið hér að neðan. Öll námskeiðin verða kynnt nánar þegar nær dregur.

Dagskrá örnámskeiða vorsins er sem hér segir:

30. apríl kl. 10-10.30
Þegar pressan hringir – krísustjórnun og fjölmiðlatengsl
Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri FA

Hvernig á að bregðast við þegar kastljós fjölmiðla beinist skyndilega að fyrirtækinu? Nokkrar ábendingar og góð ráð frá framkvæmdastjóranum okkar, sem hefur áratuga reynslu af blaðamennsku og almannatengslum. 

15. maí kl. 10-10.30
Veikindaréttur starfsmanna
Birta Sif Arnardóttir lögfræðingur FA

Hvað segja lög og kjarasamningar um veikindarétt starfsfólks? Hvernig er hægt að fyrirbyggja að veikindaréttur sé misnotaður? Lögfræðingur FA fer yfir nokkur lykilatriði og algeng álitamál.

29. maí kl. 9-9.30
Neytendaréttur og ábyrgðarmál
Páll Rúnar M. Kristjánsson lögmaður

Hvaða reglur gilda um samskipti og samninga fyrirtækja við neytendur? Hvaða reglur gilda t.d. um gallaðar vörur og ábyrgð framleiðenda og seljenda? Páll lögmaður FA fer yfir lykilatriðin í neytendarétti, m.a. með hliðsjón af nýlegum málum sem hafa verið til umfjöllunar opinberlega. 

Skráning á námskeiðið 30. apríl: Þegar pressan hringir – krísustjórnun og fjölmiðlatengsl

Skráning á námskeið: Þegar pressan hringir 30. apríl

Nýjar fréttir

Innskráning