Orr fékk Njarðarskjöldinn

17.02.2017
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra afhenti Kjartani Erni Kjartanssyni, eiganda Orr, Njarðarskjöldinn.

Orr skart­gripa­versl­un hlýt­ur Njarðarskjöld­inn og er ferðamanna­versl­un árs­ins 2016. Verðlauna­af­hend­ing­in fór fram í Hafn­ar­húsi Lista­safns Reykja­vík­ur í gær en þetta er í 21. skipti sem verðlaun­in eru veitt. Félag atvinnurekenda stendur að verðlaununum ásamt Reykjavíkurborg og fleiri félagasamtökum og fyrirtækjum.

Alls voru 11 versl­an­ir til­nefnd­ar til Njarðarskjald­ar­ins í ár; Epal í Hörpu, Ey­munds­son í Aust­ur­stræti og á Lauga­vegi, Gil­bert úr­smiður á Lauga­vegi, Gjóska á Skóla­vörðustíg, GÞ skart­grip­ir og úr í Banka­stræti, Hand­prjóna­sam­bandið á Skóla­vörðustíg, Islandia, í Banka­stræti, Nordic Store í Lækj­ar­götu, Upp­lif­un í Hörpu og Orr gullsmiðir á Lauga­vegi.

Njarðarskjöld­ur­inn er viður­kenn­ing og hvatn­ing­ar­verðlaun sem veitt eru ár­lega til versl­ana eða versl­un­ar­eig­enda fyr­ir góða þjón­ustu og fersk­an and­blæ í ferðaþjón­ustu. Við til­nefn­ingu ferðamanna­versl­un­ar árs­ins er leit­ast við að verðlauna þá versl­un sem hef­ur náð hvað best­um sölu­ár­angri til er­lendra ferðamanna milli ára. Horft er til markaðs- og kynn­ing­ar­mála, svo sem aug­lýs­inga, vefjar og út­lits al­mennt. Aðrir þætt­ir eru einnig skoðaðir sér­stak­lega svo sem þjón­ustu­lund, af­greiðslu­tími, merk­ing­ar um end­ur­greiðslu virðis­auka, lýs­ing, tungu­mála­k­unn­átta starfs­fólks og þekk­ing á sölu­vör­un­um.

Í dómnefnd Njarðarskjaldarins sátu meðal annarra Heiðdís Einarsdóttir hjá Höfuðborgarstofu, Bjarndís Lárusdóttir hjá Félagi atvinnurekenda, Guðbjörg S. Jónsdóttir hjá SVÞ og Elín Hildur Ástráðsdóttir hjá Kaupmannasamtökunum.

Í dóm­nefnd Njarðarskjald­ar­ins sitja full­trú­ar frá Reykja­vík­ur­borg, Miðborg­inni okk­ar, Fé­lagi at­vinnu­rek­anda, Sam­tök­um versl­un­ar og þjón­ustu, Kaup­manna­sam­tök­um Íslands, Global Blue á Íslandi og Premier Tax Free á Íslandi. Í rök­stuðningi til­nefn­ing­ar­inn­ar kem­ur eft­ir­far­andi fram:

Alla tíð í miðbænum
„Orr gullsmiðir er af­sprengi Kjart­ans Kjart­ans­son­ar. Versl­un­in sem er jafn­framt gull­smíðaverk­stæði hef­ur frá fyrstu tíð verið staðsett í miðborg Reykja­vík­ur. Lengi vel var versl­un­in staðsett neðarlega við Lauga­veg­inn en flutt­ist ný­lega um set og hef­ur haldið sín­um takti. Hönn­un Orr hef­ur allt frá fyrstu tíð verið feiki­lega vin­sæl á meðal er­lendra ferðamanna enda er hún ein­stök og efn­is­val og frá­gang­ur fyrsta flokks. Verk­stæðið er staðsett í sama húsi og versl­un­in sem gef­ur aukna dýpt.

Þjón­ustu­stig og tungu­mála­k­unn­átta starfs­fólks er til fyr­ir­mynd­ar sem og aðgengi að versl­un­inni. Orr skart­gripa­versl­un er björt og stíl­hrein með góða lýs­ingu þannig að vör­urn­ar njóta sín til fulls. Stíl­hreint út­lit, glæsi­leg hönn­un, hæft starfs­fólk sem hef­ur hvort í senn gam­an af vinn­unni og fag­lega þekk­ingu á vör­unni ger­ir Orr að ákjós­an­leg­um stað til versl­un­ar fyr­ir er­lenda ferðamenn.“

Nýjar fréttir

Innskráning