Persónuverndarstefna

Almennt

Félag atvinnurekenda gætir hagsmuna stórra sem smárra aðildarfyrirtækja með því að vera ötull talsmaður viðskiptafrelsis og heilbrigðrar samkeppni. Stærsti hluti upplýsinga og gagna sem Félag atvinnurekenda vinnur varðar lögaðila, sem teljast ekki til persónuupplýsinga, en þó er tiltekinn hluti upplýsinga sem félagið býr yfir sem eru persónuupplýsingar. Meðferð slíkra upplýsinga fer fram í samræmi við persónuverndarstefnu Félags atvinnurekenda.

Félag atvinnurekenda leggur mikla áherslu á örugga meðhöndlun persónuupplýsinga sem félagið hefur í umráðum sínum, hvort sem slíkar upplýsingar eru á pappír eða í rafrænu formi. Meðferð persónuupplýsinga er í samræmi við gildandi lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga á hverjum tíma.

Félag atvinnurekenda ber ábyrgð á skráningu og meðferð persónuupplýsinga í starfsemi sinni. Félag atvinnurekenda er til húsa í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, 103 Reykjavík en einnig er hægt að beina fyrirspurnum er varða persónuverndarstefnu félagsins á netfangi atvinnurekendur@atvinnurekendur.is.

Söfnun og vinnsla persónuupplýsinga

Þegar lögaðili eða einstaklingur hyggst gerast meðlimur í Félagi atvinnurekenda þá er það skilyrði skráningar að félaginu verði látnar í té upplýsingar er varða nafn, kennitölu, netfang og vefslóð fyrirtækis auk símanúmers fyrirsvarsmanna. Eru slíkar upplýsingar nauðsynlegar vegna skráningar í Félag atvinnurekenda en jafnframt til þess að tryggja greið samskipti milli félagsins og félagsmanna m.a. til þess að hægt sé að upplýsa um aðalfundi félagsins svo félagsmenn geti nýtt sér kosningarétt í samræmi við lög og samþykktir félagsins. Söfnun persónuupplýsinga hjá Félagi atvinnurekenda gætir meðalhófs hverju sinni og vinnsla persónuupplýsinga gengur aldrei lengra en þörf krefur.

Meðferð persónuupplýsinga fer ávallt fram með ábyrgum hætti og einungis starfsmenn Félags atvinnurekenda hafa aðgang að slíkum upplýsingum. Óski félagsmaður eftir lögfræðiaðstoð, s.s. á sviði vinnuréttar, munu þær persónuupplýsingar sem falla félaginu í skaut ekki verða aðgengilegar öðrum en starfsmönnum félagsins sem eru ávallt bundnir fullum trúnaði í störfum sínum.

Vernd persónuupplýsinga

Félag atvinnurekenda gætir ávallt fyllsta öryggis við varðveislu persónuupplýsinga. Félag atvinnurekenda mun án ótilhlýðilegrar tafar tilkynna félagsmönnum um öryggisbrest sem varðar persónuupplýsingar félagsmanna og starfsmanna þeirra og hafa í för með sér mikla áhættu. Með öryggisbresti er átt við brest á öryggi sem leiðir til óviljandi eða ólögmætrar eyðingar persónuupplýsinga eða þess að persónuupplýsingarnar glatist, breytist, verði birtar eða aðgangur verði veittur að þeim í leyfisleysi, sbr. lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Þriðju aðilar

Á heimasíðu Félags atvinnurekenda eru tenglar á aðrar vefsíður sem lúta ekki yfirráðum Félags atvinnurekenda. Í þeim tilvikum sem lesendum er beint inná vefsíður þriðja aðila, mælir Félag atvinnurekenda eindregið með því að lesendur kynni sér persónuverndarstefnu viðkomandi vefsíðu enda verður Félag atvinnurekenda ekki gert ábyrgt fyrir meðferð og söfnun persónuupplýsinga á öðrum vefsíðum.

Varðveisla persónuupplýsinga

Félag atvinnurekenda varðveitir persónuupplýsingar um félagsmenn sína og uppfærir þær eftir þörfum. Félagið varðveitir persónuupplýsingar um félagsmenn sína í að hámarki 2 ár eftir úrsögn fyrirtækisins úr Félagi atvinnurekenda þó með þeim fyrirvara að félaginu hafi verið veitt samþykki til lengri varðveislu eða slíkt er félaginu nauðsynlegt til þess að uppfylla lögbundnar skyldur þess.

Persónuupplýsingar sem félaginu berast t.a.m. vegna starfsumsóknar hjá félaginu sæta endurskoðunar tvisvar á ári þar sem metið er hvort þörf sé á varðveislu slíkra upplýsinga og er slík framkvæmd í samræmi við gildandi rétt. Ef engin þörf er á varðveislu slíkra persónuupplýsinga skal þeim eytt.

Réttindi hins skráða

Samkvæmt gildandi lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga á hinn skráði víðtækan rétt á upplýsingum um þær persónuupplýsingar sem Félag atvinnurekenda hefur í fórum sínum um hann.

Hinn skráði á rétt á því að:

fá aðgang að og afrit af persónuupplýsingum sem Félag atvinnurekenda hefur aðgang að um hinn skráða.
persónuupplýsingar sem Félag atvinnurekenda hefur aðgang að séu leiðréttar og uppfærðar.
persónuupplýsingum, sem Félag atvinnurekenda hefur aðgang að, sé eytt ef engin málefnaleg sjónarmið mæla gegn eyðingu persónuupplýsinganna.
andmæla og/eða takmarka vinnslu persónuupplýsinga sem Félag atvinnurekenda hefur í umráðum sínum.
flytja eigin persónuupplýsingar sem hinn skráði hefur látið Félag atvinnurekenda fá, til annars aðila með þeim takmörkunum sem réttindi annarra setja og lög mæla fyrir um.
Afturkalla samþykki sitt til vinnslu persónuupplýsinga hvenær sem er, með sama hætti og samþykki til vinnslu persónuupplýsinganna var veitt eða með skriflegri beiðni til Félags atvinnurekenda.
Beiðni hins skráða um aðgang að persónuupplýsingum verður tekin fyrir eins fljótt og völ er á og persónuupplýsingar afhentar með þeim takmörkunum sem réttindi og frelsi annarra setja þ.m.t. viðskiptaleyndarmál eða hugverkaréttindi.

Innskráning