Aðalfundur Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ), samstarfsfélags FA, skorar á sjávarútvegsráðherra að fara að þriggja ára gömlum tilmælum Samkeppniseftirlitsins um að grípa til aðgerða til að draga úr samkeppnishindrunum í sjávarútvegi, m.a. vegna tvöfaldrar verðmyndunar á sjávarfangi.
Í ályktun fundarins er jafnframt sett fram sú krafa að gjaldtaka fiskmarkaða af kaupendum sé gegnsæ og taki ávallt mið af raunverulegum kostnaði við veitta þjónustu hverju sinni.
Á aðalfundinum, sem haldinn var um síðustu helgi, var kosin ný stjórn og varastjórn og er forysta SFÚ nú þannig skipuð:
Stjórn
Jón Steinn Elíasson, formaður
Aðalsteinn Finsen
Albert Svavarsson
Rúnar Björgvinsson
Þorgrímur Leifsson
Kristján Berg
Mikael Símonarson
Varastjórn
Steingrímur Leifsson
Grétar Finnbogason
Gunnar Örn Örlygsson
Sigurður Örn Arnarson