Ráðningarsamningar

Atvinnurekanda er skylt að láta starfsmanni í té skriflega staðfestingu á ráðningu og ráðningarkjörum, annað hvort með sérstöku ráðningarbréfi eða gera við hann skriflegan ráðningarsamning. Ráðningarsamningar eru persónubundnir samningar á milli starfsmanns og atvinnurekanda. Samninga skal gera innan tveggja mánaða frá því að starfsmaður hóf störf og hvílir þessi skylda á atvinnurekanda.

Ástæða er til að hvetja alla félagsmenn til að gera skriflega ráðningarsamninga við starfsmenn sína. Er vakin athygli á því að ef til ágreinings kemur um kaup og kjör verður öll sönnun einfaldari ef ráðningarsamningur liggur til grundvallar í samskiptum vinnuveitanda og starfsmanns. Þá skiptir máli að ráðningarsamningar séu aðgengilegir og varðveittir á vísum stað í skjalasafni vinnuveitanda.

Atvinnurekanda er skylt að láta starfsmanni í té skriflega staðfestingu á ráðningu og ráðningarkjörum, annað hvort með sérstöku ráðningarbréfi eða gera við hann skriflegan ráðningarsamning. Ráðningarsamningar eru persónubundnir samningar á milli starfsmanns og atvinnurekanda. Samninga skal gera innan tveggja mánaða frá því að starfsmaður hóf störf og hvílir þessi skylda á atvinnurekanda. Ástæða er til að hvetja alla félagsmenn til að gera skriflega ráðningarsamninga við starfsmenn sína. Er vakin athygli á því að ef til ágreinings kemur um kaup og kjör verður öll sönnun einfaldari ef ráðningarsamningur liggur til grundvallar í samskiptum vinnuveitanda og starfsmanns. Þá skiptir máli að ráðningarsamningar séu aðgengilegir og varðveittir á vísum stað í skjalasafni vinnuveitanda.

Ráðningarsamningur verður að vera í samræmi við kjarasamning og ákvæði í ráðningarsamningi um lakari rétt launamanns eru ógild samkvæmt 1. gr. laga um starfskjör launafólks nr. 55/1980. Í ráðningarsamningi skal tilgreina eftirfarandi atriði:

  1. Samningsaðilar, þ.e. nöfn starfsmanns og fyrirtækis
  2. Vinnustaður og heimilisfang vinnuveitanda
  3. Titill, staða, tegund starfs eða stutt starfslýsing
  4. Upphaf starfs
  5. Lengd ráðningar sé hún tímabundinn
  6. Orlofsréttur
  7. Uppsagnarfrestur
  8. Mánaðar- eða vikulaun
  9. Lengd venjulegs vinnudags eða vinnuviku
  10. Lífeyrissjóður
  11. Eftir atvikum, gildandi kjarasamningur
  12. Hlutaðeigandi verkalýðsfélag

Mikilvægt er að vanda vel til verka þegar ráðningarsamningur er útbúinn þar sem innihald samningsins markar að meginstefnu réttarsamband atvinnurekanda og starfsmanns. Félag atvinnurekenda hvetur af þeim sökum félagsmenn til að leita til lögfræðinga félagsins sem munu sérsníða ráðningarsamning að þörfum félagsmanna.

Innskráning