Rannveig fjallar um efnahagshorfur á fjarfundi

23.08.2021

Fyrsti félagsfundur Félags atvinnurekenda í haust fjallar um efnahagshorfur framundan og verður haldinn miðvikudaginn 1. september kl. 10. Gestur fundarins er Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri. Fundurinn verður haldinn með fjarfundaforritinu Zoom og eru félagsmenn beðnir að skrá sig hér að neðan til að fá sendan hlekk á fundinn.

Ýmsir hagvísar sýna að efnahagsbati sé hafinn eftir kórónaveirukreppuna en ennþá eru margir óvissuþættir og verður áhugavert að heyra sýn Seðlabankans á ástandið.

Rannveig Sigurðardóttir hefur starfað í Seðlabanka Íslands frá árinu 2002, sem varaseðlabankastjóri peningastefnu og aðstoðarseðlabankastjóri síðastliðin þrjú ár. Áður var hún staðgengill aðalhagfræðings og aðstoðarframkvæmdastjóri hagfræði- og peningastefnusviðs bankans. Rannveig hefur jafnframt verið ritari peningastefnunefndar og sinnt verkefnum er lúta að samstarfi Seðlabankans og OECD. Áður starfaði Rannveig sem hagfræðingur BSRB og Alþýðusambands Íslands. Rannveig er hagfræðingur að mennt og lauk fil. kand. prófi og meistaraprófi í hagfræði frá Gautaborgarháskóla og stundaði þar doktorsnám.

 

Nýjar fréttir

Innskráning