Ríkisendurskoðun vanhæf til úttektar á framkvæmd póstlaga

13.06.2024

Morgunblaðið og Viðskiptablaðið fjalla í vikunni um erindi FA til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis vegna „frumathugunar“ Ríkisendurskoðunar í tilefni af beiðni Alþingis um skýrslu um framkvæmd og eftirlit með póstlögum. Var stofnunin m.a. beðin að meta hvort háar greiðslur af skattfé til Íslandspósts hefðu átt sér stoð í lögum og hvernig Póst- og fjarskiptastofnun og Byggðastofnun hefði tekist til við eftirlit með póstlögum. Ríkisendurskoðun skilaði plaggi, þar sem spurningum þingsins er ekki svarað og það sagt utan verksviðs stofnunarinnar.

FA sendi þingnefndinni erindi eftir að í ljós kom að Ríkisendurskoðun veitti Íslandspósti ráðgjöf við að stilla upp tölum, sem áttu að nýtast fyrirtækinu til að fá sem hæstar greiðslur úr sjóðum skattgreiðenda. Ráðgjöf við ríkisfyrirtæki er ekki inni í tæmandi upptalningu laga um ríkisendurskoðanda yfir verkefni stofnunarinnar. FA telur einsýnt að stofnunin hafi verið vanhæf til að gera úttektina. Lögum samkvæmt hefði ríkisendurskoðandi átt að segja sig frá málinu og forseti Alþingis að setja sérstakan ríkisendurskoðanda. 

Umfjöllun Viðskiptablaðsins
Umfjöllun Morgunblaðsins
Erindi FA til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar

Nýjar fréttir

8. júlí 2024

Innskráning