Röng tollflokkun á iPod touch spjaldtölvum

13.06.2014

Dómur héraðsdóms Reykjavíkur féll þann 13. júní síðastliðinn í máli sem rekið var gegn íslenska ríkinu vegna tollflokkunar þess á iPod touch spjaldtölvum.  Staðfest var að íslenska ríkið hefði um árabil tollflokkað vöruna með röngum hætti en þetta var í fyrsta skiptið sem kom niðurstaða um endurskoðun tollflokkunar fyrir dómstólum. Málið hófst með milligöngu Félags atvinnurekenda þegar stefnandi málsins, Skakkiturn ehf., leitaði til félagsins. FA fór fyrir hans hönd með málið fyrir ríkistollanefnd en í framhaldinu fór málið fyrir dóm. Niðurstaðan er því mikið ánægjuefni fyrir félagið.

Nýjar fréttir

Innskráning