Á árinu 2014 lauk máli er varðaði tollflokkun á iPod Touch-spjaldtölvum en FA hafði unnið að málinu frá árinu 2011. Fór á endanum þannig að dómur féll og var niðurstaðan á þá leið að staðfest var að tækið hefur verið tollflokkað með röngum hætti um árabil. Þannig var tækið fyrst sett í tollflokkinn „hljóðupptöku- eða hljóðflutningstæki“ og síðar „myndupptökutæki eða myndflutningstæki“. Flokkunin leiddi til þess að innflytjendur vörunnar höfðu greitt umtalsverð gjöld við innflutning hennar. Það fé, samtals rúmlega 16 milljónir ásamt vöxtum og dráttarvöxtum, ber ríkinu að endurgreiða. Dómnum var ekki áfrýjað. Mál þetta er áminning um að tollflokkun vara af hálfu yfirvalda er ekki alltaf í samræmi við lög og þurfa fyrirtæki því að hafa vökult auga í þeim efnum.
– Lestu umfjöllun á visir.is: Ríkið endurgreiði gjöld af iPod Touch