Rýmkað um tollfrjálsan innflutning á grænmeti

[vc_row 0=““][vc_column width=“2/3″][vc_column_text 0=““]Strax í árslok 2019 varaði FA við afleiðingum breytinga, sem Alþingi gerði á búvörulögum. Með breytingunum voru fastsett tímabil, sem flytja mátti inn tilteknar grænmetistegundir án tolla. Bilin voru að mati FA alltof þröngt skilgreind og myndu valda skorti á ýmsum vörum vegna þess að innlendir framleiðendur ættu þær ekki til, á sama tíma og tollar á þeim væru svo háir að ekki myndi borga sig að flytja þær inn.

Þetta gekk eftir; komið hefur upp skortur á t.d. kartöflum og gulrótum, kínakáli og spergilkáli. Síðastliðið haust keyrði um þverbak þegar ekkert sellerí var til í búðunum og sáralítið blómkál og spergilkál.

FA leitaði samstarfs við Bændasamtök Íslands og lögðu samtökin í sameiningu til við stjórnvöld víkkun á tollfrjálsu „gluggunum“ á árinu 2022, á meðan viðræður færu fram um nýjan búvörusamning grænmetisbænda, þar sem eitt af markmiðunum er að fella niður tollvernd á ýmsum tegundum útiræktaðs grænmetis en taka upp beina styrki til bænda í staðinn. Að mati FA var þarna stigið mikilvægt skref til að hindra að vöruskortur komi upp eða verð til neytenda hækki upp úr öllu valdi.[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Skortur á selleríi vegna hárra tolla

Sellerí er víðast ófáanlegt í matvöruverslunum þessa dagana. Innlend uppskera hefur gengið illa og varan skilað sér stopult til verslana og dreifingaraðila, en háir tollar hafa hins vegar verið lagðir á sellerí frá 15. ágúst. Eingöngu einn framleiðandi ræktar sellerí á Íslandi og hefur hann aðeins getað mætt broti af eftirspurn verslunarinnar eftir vörunni undanfarnar vikur. Ekki er lengur fyrir hendi sá möguleiki að atvinnuvegaráðuneytið lækki tolla ef skortur er á innlendri vöru, eins og tíðkaðist þar til á síðasta ári. …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Blómkál nánast ófáanlegt og lítið til af spergilkáli

Blómkál er nánast ófáanlegt og lítið er til af spergilkáli í matvöruverslunum þessa dagana. Ástæðan er að á sama tíma og mjög lítið framboð er af innlendri uppskeru eru lagðir svo háir tollar á innflutta vöru að innflutningsfyrirtæki hafa ekki treyst sér til að flytja hana inn nema í litlum mæli. Skortur á þessum vörum bætist við skort á selleríi, sem hefur verið viðvarandi frá því í ágúst. Félag atvinnurekenda telur brýnt að breyta lagaákvæðum sem leggja háa tolla á innflutning á tíma þegar lítið er til af innlendri framleiðslu. …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Rýmkað um tollfrjálsan innflutning á grænmeti – vonandi minni líkur á skorti

Alþingi samþykkti í gær breytingu á búvörulögum, bráðabirgðaákvæði sem felur í sér að rýmkað verður um tollfrjálsan innflutning á grænmeti á árinu 2022. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið gerði tillögu til þingsins um þessa breytingu eftir að Félag atvinnurekenda og Bændasamtök Íslands höfðu sent ráðuneytinu sameiginlegar tillögur um breytingu á þeim tímabilum, sem tollar eru lagðir á innflutt grænmeti. …[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1516615578898{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video link=“https://youtu.be/lbLeRwVNKu4″ title=“Guðrún Helga Theodórsdóttir, framkvæmdastjóri Z-brauta og gluggatjalda“][vc_video link=“https://youtu.be/YWbxsQyF3W4″ title=“Hákon Steinsson, framkvæmdastjóri Lyfjavers“][vc_video link=“https://youtu.be/wUHeydediiM“ title=“Jakob Hrafnsson, framkvæmdastjóri Reykjavík Escape“][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column][vc_column_text][/vc_column_text][/vc_column][/vc_row]