Samningur FA og verslunarmanna samþykktur

21.03.2024

Kjarasamningur Félags atvinnurekenda við VR og Landssamband íslenzkra verzlunarmanna hefur verið samþykktur af öllum hlutaðeigandi aðilum. Skrifað var undir samninginn fyrir réttri viku, 14. mars.

Stjórn FA samþykkti samninginn fyrir sitt leyti á fundi sl. þriðjudag. Í dag lágu svo fyrir úrslit í atkvæðagreiðslum verslunarmannafélaganna.

Félagar í VR samþykktu samninginn með 80,12% atkvæða, en já sögðu 262 VR félagar og nei 60, eða 18,35%. Þau sem tóku ekki afstöðu voru 5 eða 1,53%. Á kjörskrá um samninginn voru 1242 VR-félagar og var kjörsókn því 26,33%.

Sérstök atkvæðagreiðsla var jafnframt um samninginn við FA hjá Félagi verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni. Á kjörskrá voru 55 manns og greiddu 16 atkvæði, eða 29,09%. Já sögðu 15, eða 93,75% en einn var á móti samþykkt samningsins.

Samningurinn gildir því frá 1. febrúar síðastliðnum.

Nýjar fréttir

22. apríl 2024

Innskráning