Samtal um þátttöku fræðslufyrirtækja í vinnumarkaðsúrræðum stjórnvalda

01.10.2020
Fundurinn var haldinn með fjarfundabúnaði.

Stjórnendur fræðslufyrirtækja innan raða Félags atvinnurekenda áttu í morgun góðan fund með Gylfa Arnbjörnssyni, verkefnisstjóra samhæfingarhóps um atvinnu- og menntaúrræði vegna kórónuveirukreppunnar, og Hrafnhildi Tómasdóttur, sviðsstjóra ráðgjafar og vinnumiðlunarsviðs Vinnumálastofnunar. Tilgangur fundarins var að ræða þátttöku fræðslufyrirtækjanna í átakinu Nám er tækifæri og öðrum vinnumarkaðsúrræðum fyrir atvinnuleitendur á vegum Vinnumálastofnunar, en atvinnulausum hefur fjölgað mjög vegna heimsfaraldursins.

Til fundarins var boðað í framhaldi af samskiptum FA og menntamálaráðuneytisins í sumar, en félagið gagnrýndi m.a. samkeppnishamlandi styrki til endurmenntunardeilda háskólanna, sem notaðir voru til að niðurgreiðs um tugi þúsunda námskeið sem haldin eru í beinni samkeppni við þjónustu einkarekinna fræðslufyrirtækja.

Á fundinum var m.a. farið yfir átakið Nám er tækifæri, sem hefst um áramót, og nýjar reglur um fjárstuðning við atvinnuleitendur vegna þátttöku í starfstengdu námi eða námskeiði, sem er viðurkennt af VMST sem vinnumarkaðsúrræði. Styrkhlutfall hefur verið hækkað úr 50% í 75%, með 80.000 króna hámarki.

Fræðslufyrirtækin í FA telja sig hafa mikið að leggja til vinnumarkaðsúrræða á vegum stjórnvalda og fagna þessu samtali, sem samkomulag var á fundinum um að halda áfram.

Nýjar fréttir

21. desember 2024
21. desember 2024

Innskráning