Siðareglur í stað boða og banna

13.07.2015

IMG_3169Morgunblaðið fjallaði um helgina um drög að siðareglum um markaðssetningu áfengra drykkja, sem Félag atvinnurekenda hefur unnið og kynnt fyrir allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis. Þar er gert ráð fyrir að áfengisauglýsingar verði leyfðar með skýrum takmörkunum og að sett verði á fót siðanefnd FA, sem fjalli um brot á siðareglunum og hafi heimild til að sekta aðildarfyrirtæki fyrir slík brot.

„Við leggjum til að sænska leiðin verði farin, það er að segja að áfengisauglýsingar verði leyfðar, en með skýrum reglum um það hvernig markaðssetning og kynning fer fram. Í dag gerir íslensk löggjöf ráð fyrir að áfengisauglýsingar séu ekki til og þar af leiðandi eru engar reglur um hvernig þær eigi að vera,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, í samtali við Morgunblaðið.

Á meðal þess sem mikil áhersla er lögð í í drögum að siðareglum FA er að markaðssetning áfengra drykkja beinist ekki að börnum og unglingum undir áfengiskaupaaldri. Þá fylgi áfengisauglýsingum ævinlega skýr skilaboð um skynsamlega meðferð áfengra drykkja.

Umfjöllun Morgunblaðsins

Bréf FA til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis

Nýjar fréttir

11. september 2024

Innskráning