Sigtryggur heiðursfélagi ÍKV

30.10.2015

IMG_5618Sigtryggur Rósmar Eyþórsson, framkvæmdastjóri Xco ehf., var í gær útnefndur fyrsti heiðursfélagi Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins á 20 ára afmælismálþingi ráðsins.

Sigtryggur var fyrsti formaður ráðsins. Hann hefur átt í viðskiptum við Kína allt frá árinu 1971, þegar stjórnmálasambandi var komið á á milli Íslands og Alþýðulýðveldisins Kína og kínverskt sendiráð opnað í Reykjavík. Sigtryggur sagði á málþinginu frá samskiptum sínum við kínverska viðskiptafulltrúa og fyrirtæki, móttöku sendinefnda frá Kína, ferðum á vörusýningar og öðrum atburðum í aðdraganda stofnunar ÍKV.

Stefán Sigurður Guðjónsson, stjórnarmaður í ÍKV, afhenti Sigtryggi listaverk eftir Koggu af þessu tilefni og konu hans, Þorbjörgu Guðmundsdóttur, blómvönd, en hún hefur alla tíð starfað með Sigtryggi í fjölskyldufyrirtækinu. Sigtryggur er rótgróinn félagsmaður í Félagi atvinnurekenda, en Xco hefur átt aðild að Félagi íslenskra stórkaupmanna, síðar FA, frá árinu 1975.

Nýjar fréttir

22. apríl 2024

Innskráning