Sjávarútvegsmálin og fiskveiðistjórnun

19.04.2013

Þriðji fundur Félags atvinnurekenda í fundaröð þess í aðdraganda kosninga fór fram í morgun. Var vel mætt á fundinn og ljóst að margir vildu koma skoðunum sínum á framfæri. Fulltrúar fimm stærstu flokkanna samkvæmt skoðanakönnunum voru mættir og sátu fyrir svörum. Þeir hófu fundinn með stuttum framsögum hver þar sem þeir ræddu stefnu síns flokks á sjávaútvegsmálum og fiskveiðistjónun. Hvaða form á nýtingarrétti hentar best, hvernig er hægt að tryggja heilbriðga samkeppni í útgerð og vinnslu og hver er stefna flokksins hvað varðar meiri virðisauka íslensk sjávarútvegs.

 

Að loknum framsögum var orðið gefið laust og var greinilegt að fundargestir voru ánægðir með það. Fundargestir nýttu sér það vel og spurðu margra góðra spurninga sem fulltrúar flokkanna svöruðu. Umræðurnar voru góðar og leit út fyrir að flestir hefðu getað setið fram á kvöld og rætt málin enn nánar.

 

Fundaröð Félags atvinnurekenda hefur gengið vel og félagsmenn verið öflugir að sækja fundina og koma sínum skoðunum á framfæri. Síðasti fundurinn verður á þriðjudaginn n.k. 23. apríl. Formenn flokkanna mæta þá og sitja fyrir svörum um gjaldeyrismál og alþjóðaviðskipti. Við hvetjum félagsmenn okkar til að fjölmenna á fundinn enda um mikilvægt málefni að ræða.

Nýjar fréttir