Bjarni Benediktsson: Skattaafsláttur vegna fjárfestingar í nýsköpun í undirbúningi

11.02.2015

Bjarni á aðalfundiBjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði á opnum fundi FA í dag, „leiðtoginn í atvinnulífinu“, að í smíðum væri frumvarp um skattaívilnanir til handa einstaklingum, sem keyptu hlutabréf í nýsköpunarfyrirtækjum.

„Það er ekki alveg einfalt verkefni að skilgreina nákvæmlega hvað eru nýsköpunarfyrirtæki í þessu samhengi, en að því er unnið að útfæra reglurnar þannig að að séu skýrir hvatar til að styðja við nýsköpun, meðal annars með skattaaafslætti með þessum hætti,“ sagði Bjarni.

Hann sagði að stjórnvalda biðu fjölmörg verkefni sem miðuðu að því að leiðtoginn í atvinnulífinu gæti náð þeim markmiðum sem hann stefndi að. „Að stjórnvöld styðji við framtakssemi, styðji við þá sem eru tilbúnir að leggja á sig vinnu og hafa fjármagn til að hrinda hugmyndum í framkvæmd, en séu ekki sjálfstæð hindrun í vegi þess fólks,“ sagði Bjarni.

Nýjar fréttir

8. júlí 2024

Innskráning