Er óhjákvæmilegt að matarverð sé hærra á Íslandi en í öðrum Evrópulöndum? Hverju hefur aukin samkeppni á matvörumarkaði skilað neytendum – og er hægt að gera enn betur? Frammi fyrir hvers konar áskorunum standa innflytjendur og heildsalar matvöru? Og síðast en ekki síst – hverju geta stjórnvöld áorkað með því að lækka tolla og afnema samkeppnishömlur?
Þessar spurningar og fleiri verða til umræðu á opnum fundi Félags atvinnurekenda, sem verður haldinn kl. 15 fimmtudaginn 27. janúar á Grand Hóteli, í tengslum við aðalfund félagsins fyrr um daginn.
Dagskrá:
15.00 Fundurinn opnaður – Nýkjörinn formaður Félags atvinnurekenda
15.05 Inngangur fundarstjóra – Anna Kristín Kristjánsdóttir, varaformaður FA
15.10 Hvaða máli skiptir samkeppni? – Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra
15.20 Verðlag á Íslandi og í Evrópu – Snorri Gunnarsson sérfræðingur á greiningarsviði Hagstofu Íslands
15.35 Lækkun matvöruverðs í 36 ár – hvernig náum við meiri árangri? – Björgvin Víkingsson framkvæmdastjóri Bónus
15.50 Áskorandi á fákeppnismarkaði – Gréta María Grétarsdóttir
16.05 Samkeppni er okkar einkaþjálfari – Magnús Óli Ólafsson forstjóri Innness
16.20 Við þurfum að gera betur – Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins
Fundurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir en skráning er nauðsynleg hér að neðan.
Að fundi loknum verður móttaka með léttum veitingum í boði FA.