Félag atvinnurekenda, í samstarfi við Wow Air, býður eins og undanfarin ár upp á beint leiguflug til og frá Brussel í tilefni af alþjóðlegu sjávarútvegssýningunni sem verður haldin þar síðar í mánuðinum. Að þessu sinni verður lent á Charleroi-flugvelli þar sem afkastageta Zaventem-flugvallar er enn skert eftir hryðjuverkin þar í síðasta mánuði.
Sjávarútvegssýningin, sem er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum, verður haldin 26.-28. apríl. Sýningarhaldarar ákváðu að halda sínu striki þrátt fyrir hryðjuverkin í Brussel í síðasta mánuði og langflest íslensku fyrirtækin sem höfðu boðað þátttöku í sýningunni hyggjast jafnframt halda áfram eins og ekkert hafi í skorist.
Í ljósi þess að afkastageta Zaventem-flugvallar er enn takmörkuð eftir hryðjuverkin verður að þessu sinni flogið til Charleroi-flugvallar suður af Brussel. Þaðan eru reglulegar rútuferðir á 30 mínútna fresti inn í borgina. Nánari upplýsingar um rútuferðirnar má nálgast hér: www.charleroi-airport.com/en/acces/shuttle-buses/index.html
Gripið hefur verið ýmissa viðbótarráðstafana í öryggismálum á vegum yfirvalda í Brussel og forsvarsmanna sjávarútvegssýningarinnar vegna hryðjuverkanna á dögunum. Lögð er áhersla á að engu að síður gangi lífið í Brussel sinn vanagang. Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðunni www.welcomeseafood.brussels.
Leiguflugvél FA og Wow fer til Brussel 25. apríl og aftur til Keflavíkurflugvallar 28. apríl. Enn eru laus sæti í vélinni. Hægt er að bóka á slóðinni www.wowair.is/boka/tilbod/brussel.