Skrifað undir kjarasamning við Grafíu

20.03.2024

Félag atvinnurekenda og Samband íslenskra auglýsingastofa, aðildarfélag FA, hafa undirritað kjarasamning vegna grafískra hönnuða við Grafíu, stéttarfélag í prent- og miðlunargreinum. Samningurinn tekur mið af þeim samningum sem undanfarið hafa verið undirritaðir á almennum vinnumarkaði og eru almennar prósentu- og krónutöluhækkanir þær sömu, auk þess sem samið var um krónutöluhækkanir á lægstu kauptöxtum.

Samningurinn er til fjögurra ára og gildir frá 1. febrúar sl. Hann er gerður með fyrirvara um samþykki stjórnar FA. Í honum er m.a. kveðið á um breytingar á orlofsávinnslu og breytt ákvæði eru um trúnaðarmenn og réttindi þeirra.

Samningurinn verður kynntur félagsmönnum í SÍA á fundi síðar í vikunni.

Samninginn undirrituðu, f.v. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri FA, Anna Kristín Kristjánsdóttir formaður SÍA og varaformaður FA, Hrönn Magnúsdóttir starfsmaður Grafíu og Georg Páll Skúlason, formaður Grafíu.

Samningur FA/SÍA og Grafíu

Nýjar fréttir

Innskráning