Skrifstofur FA fluttar í Skeifuna 11

02.06.2023

Félag atvinnurekenda flutti skrifstofur sínar í Skeifuna 11 um mánaðamótin, eftir fjögurra áratuga veru í Húsi verzlunarinnar í Kringlunni. Húsnæðið í Skeifunni hefur verið endurnýjað frá grunni og var tekið formlega í notkun í gær í innflutningsfagnaði, þar sem jafnframt var fagnað 95 ára afmæli FA, sem bar upp á nýliðinn hvítasunnudag.

Skrifstofur og fundarsalur FA eru á 3. hæð í vesturhúsi Skeifunnnar 11. Breytingar á húsnæðinu voru hannaðar af Hildigunni Haraldsdóttur arkitekt og sáu SMG verktakar um allar framkvæmdir. Félagsmenn FA eru hvattir til að koma í heimsókn og spjall á nýju skrifstofurnar.

Hér að neðan má sjá myndir úr nýja húsnæðinu og úr innflutningsfagnaðinum.

Nýjar fréttir

21. desember 2024
21. desember 2024

Innskráning