Skyr út, jógúrt inn

13.11.2014

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, skrifar grein í Fréttablaðið í dag um væntanlegar viðræður Íslands og Evrópusambandsins um gagnkvæma lækkun tolla á landbúnaðarafurðum.

 

Ólafur bendir meðal annars á að íslensk stjórnvöld sækist eftir margföldun tollkvóta fyrir skyr inn á ESB-markaðinn, en hafi til þessa ekki verið til í að veita tollfrjálsan aðgang fyrir jógúrt inn á íslenskan matvörumarkað af því að hún væri í beinni samkeppni við innlenda framleiðslu.

 

„Slík rök halda að sjálfsögðu ekki þegar verið er að fara fram á mörg þúsund tonna tollkvóta fyrir stærsta framleiðanda jógúrtvara á Íslandi inn á ESB-markaðinn. Í ofanálag er kvótinn ætlaður vöru, sem er víðast hvar í beinni samkeppni við jógúrtvörur.
Tollurinn á kíló af jógúrt sem flutt er inn frá ESB-löndum er í dag 53 krónur. Það er ekki svakalegur tollur miðað við ýmislegt annað sem viðgengst í tollskránni, en auðvitað myndi neytendur muna um að hann félli niður. MS og aðrir innlendir jógúrtframleiðendur fengju aukna samkeppni, sem vandséð er að þeir gætu kvartað undan þegar þeir blanda sér sjálfir galvaskir í samkeppnina á ESB-markaði,“ segir í grein Ólafs.

 

Grein Ólafs Stephensen á Vísi

Nýjar fréttir

13. júní 2024

Innskráning