Stofnfundi Íslensk-evrópska viðskiptaráðsins frestað til 16. maí

12.04.2018

Af óviðráðanlegum ástæðum þarf að fresta stofnfundi Íslensk-evrópska viðskiptaráðsins, sem áformaður var 17. apríl. Fundurinn verður þess í stað 16. maí næstkomandi.

Í upphafi fundar, kl. 15, verður málþing um viðskipti Íslands og Evrópusambandsins, sem Félag atvinnurekenda og sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi standa að í sameiningu. Meðal frummælenda verða Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Michael Mann, sendiherra Evrópusambandsins, Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innness og formaður FA,  Jóhanna Jónsdóttir, ráðgjafi í Evrópumálum á viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins og Ólafur Valsson, dýralæknir og sérfræðingur í matvælaeftirliti Evrópusambandsins. Að málþinginu loknu verður stuttur formlegur stofnfundur og að honum loknum móttaka með léttum veitingum.

Hér eru nánari upplýsingar um stofnun ráðsins. Áhugasömum fyrirtækjum er bent á að hafa samband við skrifstofu FA.

Nýjar fréttir

8. júlí 2024

Innskráning