Stór sigur með afnámi vörugjalda

06.02.2015

96fc4af25a86b8aEitt helsta baráttumál Félags atvinnurekenda, afnám vörugjaldanna, náði fram að ganga með samþykkt Alþingis á nýrri löggjöf undir lok ársins. FA fagnaði nýrri löggjöf eindregið. „Við höfum áratugum saman barist fyrir afnámi vörugjaldanna, sem eru fáránleg, órökrétt og óréttlát skattheimta og hafa komið hart niður bæði á neytendum og fyrirtækjunum í landinu,“ sagði Birgir Bjarnason, formaður FA, þegar lögin höfðu verið samþykkt.

 

FA benti hins vegar á að gildistökuákvæði laganna mismunuðu innlendum framleiðendum og innflytjendum. Framleiðendur gætu tekið vörugjöldin af vörum strax um áramót, en innflytjendur yrðu að greiða vörugjöld af öllum vörum sem fluttar væru inn til áramóta, þótt þær hefðu enn ekki verið seldar. FA hvatti stjórnvöld til að gera breytingu þannig að innflytjendur fengju endurgreitt vörugjald af vörum sem þeir ættu á lager um áramót. Á það var ekki hlustað og beindi FA því þá til félagsmanna að halda að sér höndum eins og kostur væri með innflutning til áramóta. Jafnframt var varað við því að þetta gæti haft í för með sér skort á einhverjum vörum á fyrstu dögum nýs árs og þýddi jafnframt að áhrifa vörugjaldsins myndi áfram gæta í verði ýmissa vara í nokkrar vikur fram eftir árinu.

 

Lestu meira á atvinnurekendur.is:
– Afnám vörugjalda og einföldun neysluskatta tímabærar og nauðsynlegar aðgerðir
– Virðisaukaskattur, vörugjöld og tollar – Breytingar og áhrif þeirra
– Félagsmenn íhugi að fresta innflutningi

 

Kynntu þér umfjöllun fjölmiðla:
– mbl.is: Hvetja ráðherra til að hraða skatta­breyt­ing­um
– mbl.is: Inn­flytj­end­ur fái vöru­gjald end­ur­greitt
– vb.is: „Fáránleg, órökrétt og óréttlát skattheimta“
– visir.is: Hugsanlegt að vöruskorts verði vart í upphafi nýs árs

Nýjar fréttir

22. apríl 2024

Innskráning