Þróun tryggingagjaldsins vonbrigði

07.12.2016

throun tryggingagjalds des 2016Í fjárlagafrumvarpi 2017 er ekki gert ráð fyrir neinum breytingum á tryggingagjaldinu sem leggst á fyrirtæki. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir atvinnulífið að mati Félags atvinnurekenda.

Á síðasta kjörtímabili var tryggingagjaldið lækkað um 0,84 prósentustig. Það er þó áfram mjög langt frá því að vera komið í sama horf og fyrir hrun. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd var tryggingagjaldið 5,34% af launakostnaði árið 2007. Hæst varð gjaldið 8,65% árið 2010. Skatturinn stendur nú í 6,85% og ekki er ráð fyrir neinni lækkun á næsta ári. Enn vantar því 1,5 prósentustig upp á að skatturinn verði jafnhár og hann var fyrir árið 2008.

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, bendir á að tryggingagjaldið hafi verið hækkað til að standa undir stórauknum útgjöldum vegna atvinnuleysis eftir hrunið. Með batnandi hag og aukinni atvinnu hafi æ stærri hluti tryggingagjalds farið til að fjármagna önnur útgjöld ríkissjóðs. „Eftir ítrekuð fyrirheit á síðasta kjörtímabili um lækkun tryggingagjalds er niðurstaðan vonbrigði. Þessi skattheimta leggst þungt á minni og meðalstór fyrirtæki og dregur úr samkeppnisfærni þeirra. Við skorum á Alþingi að gera breytingar á fjárlagafrumvarpinu og lækka tryggingagjaldið,“ segir Ólafur.

Nýjar fréttir

8. júlí 2024

Innskráning