Tillögur verkefnisstjórnar til Samráðsvettvangs um aukna hagsæld hafa vakið verðskuldaða athygli. Sjá nánar hér
Boðað er til félagsfundar þar sem ofangreindar tillögur verða ræddar með sérstaka áherslu á tillögur sem varða innlenda þjónustu (allar greinar sem afla tekna á innlendum markaði). Benedikt Árnason, aðahagfræðingur Samkeppniseftirlitsins, stýrði vinnu verkefnishópsins. Hann mun flytja framsögu, síðan taka við umræður.
Tillögur samráðsvettvangs um innlenda þjónustu
· Hvernig má nýta hvata til að auka framleiðni í stærsta geira hagkerfisins?
· Hvernig getur rekstrarumhverfi orðið skilvirkara?
Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 30. maí kl. 8.30 í húsakynnum félagsins (hús verslunarinnar, 9. hæð).
Skráning hér.