Tollar á innflutningi þrátt fyrir sveppaskort

02.03.2015

Sveppafrétt Stöðvar 2Stöð 2 fjallaði í gærkvöldi um skort á sveppum á innanlandsmarkaði. Þrátt fyrir skortinn hefur atvinnuvegaráðuneytið ekki sinnt lögbundinni skyldu sinni að fella niður tolla á innfluttum sveppum þegar þannig háttar til. Félag atvinnurekenda gagnrýnir þetta.

Í búvörulögum er skýrt tekin fram skylda sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að fella niður tolla á innfluttum landbúnaðarvörum ef innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn. Búr hf., sem sér íslenskum smásölufyrirtækjum meðal annars fyrir grænmeti og ávöxtum, hefur ekki fengið afgreidda sveppi frá fyrirtækinu Flúðasveppum upp í pantanir sínar að undanförnu. Skortur hefur verið undanfarnar þrjár vikur vegna uppákomu sem varð í ræktun hjá fyrirtækinu og greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Flúðasveppir eru nánast einráðir í sveppaframleiðslu á Íslandi.

Í frétt Stöðvar 2 kemur fram að Búr sendi formanni ráðgjafanefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara erindi á mánudag í síðustu viku og fór fram á að nefndin felldi niður tolla á innflutningnum í samræmi við ákvæði búvörulaga. Engin svör hafa borist og var erindið ítrekiða síðastliðinn föstudag.

„Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi nefnd um inn- og útfflutning landbúnaðarvara dregur lappirnar þegar það er skortur á markaðnum. Hún stendur iðulega með innlenda framleiðandanum en síður með innflytjendum og neytendum,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, í frétt Stöðvar 2.  „Það koma engin svör í heila viku og það er alveg deginum ljósara að það er skortur á sveppum á markaðnum. En svo er það alveg fráleitt, burtséð frá sveppaskortinum núna, að það sé tollur á þessa afurð til að vernda í rauninni einn vinnustað á Suðurlandi.“

Umfjöllun Stöðvar 2 um málið

Nýjar fréttir

21. desember 2024
21. desember 2024

Innskráning