Tollstjóri svarar um Kínasamning

13.11.2014

Félagi atvinnurekenda hefur borist formlegt svar tollstjóraembættisins við fyrirspurn félagsins frá því í síðustu viku, um túlkun fríverslunarsamnings Íslands og Kína.

 

Í bréfi tollstjóra kemur meðal annars fram að sýna þurfi fram á að vara, sem kostar minna en 600 Bandaríkjadali og flutt er frá Kína með viðkomu í þriðja landi, hafi verið undiir tolleftirliti allan tímann. Tollstjóri hafi meðal annars bent aðilum sem panta sendingar frá Kína og fá þær sendar frá öðru ríki að hafa samband við seljanda og/eða flutningsaðila til að fá upplýsingar um heildarflutninginn frá Kína. „Dæmi eru um að hægt sé að nálgast slíkar upplýsingar í gegnum ferilkerfi flutningsaðila á netinu með því að slá inn viðtökunúmeri sendingar í viðkomandi „tracking“-kerfi,“ segir í bréfinu.

 

Þá kemur fram að embættið telji fullnægjandi varðandi almennar vörusendingar að fyrir liggi (yfirleitt tvö) farmbréf, sem sýni flutning vöru frá útflutningshöfn í Kína til umflutningshafnar í þriðja landi og svo flutning sömu vöru þaðan til Íslands. Embættið hafi ekki farið fram á að sérstökum skjölum frá tollyfirvöldum umflutningslanda sé framvísað, þótt það hafi heimild til að krefjast þeirra.

 

Bréf tollstjóra í heild

Nýjar fréttir

Innskráning