[vc_row][vc_column width=“2/3″][vc_column_text]FA hefur lengi barist fyrir lækkun tryggingagjaldsins. Framkvæmdastjóri félagsins skrifaði í upphafi árs grein í Fréttablaðið þar sem bent var á að tryggingagjaldið væri skattur sem hefði verið lagður á til að fjármagna kostnað ríkisins vegna atvinnulausra, en væri í raun skattur sem yki atvinnuleysi því að hann hindraði að fyrirtæki bættu við sig fólki.
Við framlagningu fjárlagafrumvarps í september harmaði stjórn FA í ályktun að frekari lækkun tryggingagjaldsins hefði ekki gengið eftir. Í desember ályktaði stjórnin enn og hvatti stjórnvöld til að endurskoða afstöðu sína og taka til baka gífurlegar hækkanir á tryggingagjaldinu á undanförnum árum.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text]
Skattur sem eykur atvinnuleysi
Tryggingargjaldið, skattur sem ríkið leggur á launagreiðslur fyrirtækja, hefur verið til umræðu að undanförnu. Ríkisvaldið hefur ekki staðið við samkomulag við atvinnulífið um að lækka tryggingargjaldið á nýjan leik þegar atvinnuleysi dvínaði.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]
FA fagnar tollalækkun, harmar að tryggingagjald lækki ekki frekar
Félag atvinnurekenda fagnar því að í fjárlagafrumvarpi næsta árs sé kveðið á um afnám tolla af fötum og skóm um áramót. Ennfremur fagnar stjórn FA áformum stjórnvalda um að afnema fleiri tolla á næsta ári.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]
Tryggingagjaldið lækki á ný

Stjórn Félags atvinnurekenda lýsir miklum vonbrigðum með þá afstöðu ríkisstjórnarinnar að lækka ekki tryggingagjald til að skapa forsendur fyrir áframhaldandi stöðugleika á vinnumarkaði. FA hvetur stjórnvöld til að endurskoða þessa afstöðu.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][/vc_column][vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1453999599684{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video title=“Margrét Guðmundsdóttir forstjóri Icepharma“ link=“https://youtu.be/VD_poYOOqzU“][vc_video title=“Einar Hallsson forstjóri Faircar bílaleigu og Bjarki Hallsson framkvæmdastjóri Faircar “ link=“https://youtu.be/IaLcIwLwaho“][vc_video title=“Liv Bergþórsdóttir forstjóri Nova“ link=“https://youtu.be/F-xEnjasrBM“][vc_video title=“Skúli Mogenson forstjóri WOW Air“ link=“https://youtu.be/eGN476r_JBo“][/vc_column][/vc_row]