Tvískipting gjalddaga aðflutningsgjalda aftur í lög

02.05.2016

Gamar minniAlþingi samþykkti á föstudag frumvarp efnahags- og viðskiptanefndar um að framlengja út árið heimild til að tvískipta gjalddögum aðflutningsgjalda í tolli og er það orðið að lögum. Það þýðir að á næsta gjalddaga virðisaukaskatts, 15. maí, er fyrirtækjum heimilt að greiða helming skattsins vegna tímabilsins mars til apríl en eftirstöðvarnar 5. júní næstkomandi.

Efnahags- og viðskiptanefnd flutti frumvarpið eftir að FA hafði bent á að heimildin hefði fallið úr gildi, þrátt fyrir að ekki væri lokið heildarendurskoðun á virðisaukaskattkerfinu, þar með töldum gjaldfrestum. Fyrirheit höfðu verið gefin af hálfu stjórnvalda um að heimildin yrði í gildi þar til þeirri endurskoðun væri lokið.

Nýjar fréttir

Innskráning