Ungum frumkvöðlum boðið til Kína

12.10.2015

IMG_2973Kínversk yfirvöld og samtökin ACYF (All China Youth Federation) bjóða ungum evrópskum frumkvöðlum og stjórnendum í heimsókn til Kína til að taka þátt í málstofunni Sino-Nordic Young Champions Forum.Viðburðurinn fer fram dagana 11.-13. nóvember í borgunum Yiwu & Hangzhou, í Zhejiang héraði* sem er í nágrenni við Shanghai.

Þema málstofunnar er „Entrepreneurship and Dreams“. Áhersla verður lögð á að búa til umræðugrundvöll fyrir unga frumkvöðla og stjórnendur frá Kína og Norðurlöndunum með það að markmiði að skapa ný viðskiptatækifæri og auka tvíhliða samskipti þjóðanna á þessum vettvangi. Einnig verður boðið upp á þrjár vinnustofur um viðfangsefnið (Politicians and Entrepreneurship, Internet and Entrepreneurship og Innovation and Entrepreneurship). Samhliða verða settar upp ýmsar sýningar með verkum ungra kínverskra og norrænna listamanna.

Fæði og gisting verður í boði skipuleggjenda ráðstefnunnar. Ekkert gjald er tekið fyrir þátttöku í ráðstefnunni, en þátttakendur greiða sjálfir allan ferðakostnað.

Nánari upplýsingar veitir Ársæll Harðarson hjá Íslensk-kínverska viðskiptaráðinu, arsaell@icelandair.is. Félag atvinnurekenda hýsir ÍKV.

Sjá nánari upplýsingar um ráðstefnuna hér að neðan, ásamt skráningareyðublaði.

Skráningarblað
Drög að dagskrá
Nánari upplýsingar um ráðstefnuna

*Héraðið Zhejiang er í Suð-Austur Kína og þar búa rúmlega 55 milljónir manna. Mikill hagvöxtur er á svæðinu og vermir það fjórða sætið yfir hæstu vergu landsframleiðsluna á hvern íbúa (GDP), allra héraða í Kína. Þá er einnig mikið um hugvit á þessu svæði en yfir 25% af stærstu fyrirtækjum Kína sem eru í einkageiranum eru staðsett í héraðinu.

Nýjar fréttir

8. júlí 2024

Innskráning