Unnið að umbótum á lyfjamarkaði

06.02.2015

9624c5a4182e7856Félag atvinnurekenda hefur látið ýmis mál á lyfjamarkaði til sín taka. Félagið hefur til dæmis gagnrýnt verklagsreglur Lyfjagreiðslunefndar í tengslum við töku ákvarðana um leyfisskyldu lyfja enda telur félagið að verklag nefndarinnar stangist á við lög. Af því tilefni kvartaði FA til Velferðarráðuneytisins, í desember 2013, og féllst ráðuneytið á sjónarmið FA að þessu leyti í bréfi ráðuneytisins til Lyfjagreiðslunefndar þann 12. desember 2014. Ráðuneytið beindi því til nefndarinnar að hún endurskoði verkferla sína þegar teknar eru ákvarðanir um leyfisskyldu lyfja. FA fagnar niðurstöðu ráðuneytisins og væntir þess að Lyfjagreiðslunefnd muni í framhaldinu koma verkferlum sínum í lögmætt horf.

 

Innan Félags atvinnurekenda starfar öflugur hópur lyfsala sem hafa löngum gert athugasemdir við núgildandi regluverk um ávísun lyfja. Á árinu 2014 var tekið skref í þá átt að koma til móts við kröfur FA að þessu leyti og var sett af stað vinna innan velferðarráðuneytisins við gerð nýrrar reglugerðar um ávísun lyfja. Félag atvinnurekenda átti fulltrúa í þeim starfshóp sem hafði þetta verkefni með höndum og skilaði hópurinn drögum að nýrri reglugerð þann 16. desember 2014.

 

Þá hefur FA gagnrýnt lyfjaeftirlitsgjaldið, sem lagt er á fyrirtæki í lyfjageiranum sem hlutfall af veltu, án þess að það endurspegli raunkostnað við eftirlitið. Dæmi eru um að fyrirtæki greiði milljónir í lyfjaeftirlitsgjald, en sjái lyfjaeftirlitsmann á margra ára fresti.

 

Lestu meira á atvinnurekendur.is:
– Lyfjaeftirlit á 10 ára fresti
– Lyfjagreiðslunefnd breyti verkferlum

Nýjar fréttir

Innskráning