Upptaka frá málþingi um EES og áskoranir 21. aldarinnar

21.10.2022

Málþing um EES-samninginn og áskoranir 21. aldarinnar, sem haldið var í Háskóla Íslands í gær, var vel sótt. Íslensk-evrópska verslunarráðið, sem FA rekur, stóð að þinginu ásamt Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, utanríkisráðuneytinu og sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi. Hægt er að horfa á upptöku af málþinginu í spilaranum hér að neðan.

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, bauð gesti velkomna. Erindi fluttu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra, Maroš Šefčovič, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Hornsteins.

Auk þeirra tóku þátt í pallborðsumræðum þau Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði og rannsóknastjóri Smáríkjaseturs Háskóla Íslands, og Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA og Íslensk-evrópska verslunarráðsins, stýrði málþinginu.

Upptaka af málþinginu á Vimeo

Nýjar fréttir

Innskráning