Úr höftum með evru? Ný sviðsmyndagreining kynnt

29.03.2015

EvrurFélag atvinnurekenda stendur ásamt KPMG og fleiri hagsmunasamtökum á vinnumarkaði fyrir fundi  þriðjudagsmorguninn 31. mars, undir yfirskriftinni Úr höftum með evru? Fundurinn verður haldinn á skrifstofum KPMG í Borgartúni 27, 8. hæð.

Í júní 2014 voru kynntar niðurstöður sviðsmyndagreiningar KPMG um losun hafta og möguleg áhrif á rekstur íslenskra fyrirtækja. En hvernig yrði umhverfið ef höftin yrðu losuð samhliða upptöku evru? Í samstarfi við Alþýðusamband Íslands, Félag atvinnurekenda, Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands hefur KPMG unnið nýja sviðsmyndagreiningu þar sem leitast er við að svara þessari spurningu.

Greiningin og niðurstöður hennar verða kynntar á morgunverðarfundi KPMG, þann 31. mars kl. 8:30 þar sem sviðsmyndirnar og mögulegar afleiðingar þeirra fyrir íslenskt atvinnulíf verða kynntar.

Boðið verður upp á morgunverð og er þátttaka án endurgjalds. Húsið opnað kl. 8.15.

Skráning á fundinn hér

Nýjar fréttir

Innskráning