Vel heppnað indversk-íslenskt fyrirtækjastefnumót

07.06.2019

Húsfyllir var á indversk-íslensku fyrirtækjastefnumóti, sem Íslensk-indverska viðskiptaráðið (ÍIV), Indversk-íslensku viðskiptasamtökin (IIBA) og sendiráð Indlands gengust fyrir í dag í húsakynnum FA í Húsi verslunarinnar. Viðburðinn sóttu fulltrúar sjö indverskra fyrirtækja og tíu íslenskra. Horfa má á upptöku af fyrri hluta viðburðarins í spilaranum hér að neðan.

Bala Kamallakharan, formaður ÍIV, og Prasoon Dewan, formaður IIBA, fluttu inngangsorð. Sanjiv Vashist, fulltrúi ferðamálaráðs Indlands í Frankfurt, kynnti tækifæri í ferðamennsku á Indlandi og T. Armstrong Changsan, sendiherra Indlands í Reykjavík, kynnti skýrslu um samkeppnishæfni Indlands, India Surging Ahead 2019.

Að því loknu voru óformlegir fundir á milli fyrirtækja og var mikill gagnkvæmur áhugi hjá íslensku og indversku fyrirtækjunum á frekari tengslum.

 

 

Nýjar fréttir

Innskráning