Verkefnishópur: Hægt er að auka hagvöxt töluvert næstu árin

30.05.2013

Benedikt Árnason, aðalhagfræðingur Samkeppniseftirlitsins, var gestur félagsfundar sem fram fór í morgun. Hann kynnti vinnu verkefnishóps sem skipaður var til Samráðsvettvangs um aukna hagsæld. Tillögur þeirra hafa vakið mikla og verðskuldaða athygli. Verkefnishópurinn hefur sett fram tillögur til að ná fram auknum hagvexti og settu metnaðarfull en möguleg markmið til ársins 2030. Markmiðin eru:

 

1. Meðalhagvöxtur nemi 3,5% á ári fram til ársins 2030 sem samsvarar 2,6% vexti á hvern íbúa.

2. Skuldahlutfall hins opinbera verði komið niður fyrir 60% af VLF fyrir 2030.

3. Stöðugleiki náist í verðlagi og meðalverðbólga verði 2,5% til 2030.

 

Benedikt fór yfir hvernig verkefnishópurinn telur að hægt sé að ná þessum markmiðum á næstu árum, t.d. með því að lækka tolla og auka þannig samkeppnishæfi á markaði og einfalda og bæta regluverk í þágu atvinnulífs og almennings.

 

Glærur Benedikts má sjá hér og allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu samráðsvettvangs, www.samradsvettvangur.is

Nýjar fréttir

Innskráning