Viðskiptatækifæri í Hebei í Kína

26.04.2016
Hebei sendinefnd
Viðskiptasendinefndin frá Hebei ásamt Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra FA og ÍKV.

Viðskiptasendinefnd frá Hebei-héraði í Kína heimsótti í morgun Íslensk-kínverska viðskiptaráðið, sem hýst er á skrifstofum Félags atvinnurekenda. Yfirvöld og fyrirtæki í Hebei, sem er 70 milljóna manna hérað umhverfis höfuðborgina Peking, hafa áhuga á auknum viðskiptum við Ísland.

Á meðal fyrirtækja í sendinefndinni er Chengde KuangGang Supermarket Group, en forsvarsmenn þess fyrirtækis hafa áhuga á að flytja inn bæði sjávarafurðir og landbúnaðarvörur, einkum kjötvöru, frá Íslandi.

Chengde Yaou Nuts & Seeds er einn stærsti framleiðandi Kína á hnetum, möndlum og fræjum ýmiss konar og leitar markaða á Íslandi og víðar.

Þá er í sendinefndinni fulltrúi Hebei Shuikang Seat Co., en það fyrirtæki framleiðir sæti fyrir íþróttaleikvanga, leik- og kvikmyndahús og til fleiri nota.

Áhugasamir geta nálgast frekari upplýsingar um viðskiptasendinefndina og einstök fyrirtæki hjá skrifstofu FA.

Nýjar fréttir

Innskráning