Vildarpunktar og farmiðakaup ríkisins

23.01.2015

d06e8fd0faea7488Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri FA skrifar grein í Fréttablaðið í dag í tilefni af ummælum Halldórs Ó. Sigurðssonar, forstjóra Ríkiskaupa, um að það væri „algjörlega fráleitt“ að vildarpunktar hefðu áhrif á að ríkisstofnanir beindu viðskiptum sínum til Icelandair.

Mikið hefur verið fjallað um útboð ríkisins á flugferðum í vikunni, eftir að FA gagnrýndi í Kastljósi RÚV á mánudag að ekkert útboð hefði farið fram á farmiðakaupum í tvö og hálft ár, þrátt fyrir áform Ríkiskaupa um annað. Stofnunin sagði í ágúst 2012 upp rammasamningi við Icelandair og Iceland Express, í kjölfar þess að kærunefnd útboðsmála úrskurðaði að ríkinu hefði verið óheimilt að taka tilboði Icelandair vegna þess hversu hátt það var. Ríkiskaup lýstu því yfir að þau myndu fara í mál til að fá úrskurði nefndarinnar hnekkt og bjóða viðskiptin út að nýju. Hvorugt hefur gerst.

Í grein Ólafs Stephensen segir. „Í fréttum RÚV sagði Halldór Ó. Sigurðsson að unnið væri að því að bjóða út flugferðir ríkisstarfsmanna. Fjármálaráðherrann boðaði líka í Kastljósi að þessum innkaupum ríkisins yrði, eins og öðrum, komið í betra og gegnsærra horf. Þannig yrði horfið frá því ólögmæta ástandi sem er í þessum málum í dag. Í leiðinni er engan veginn fráleitt að binda enda á þetta mjög svo óheppilega fyrirkomulag; að ríkisstarfsmenn hafi persónulegan ávinning af því að beina viðskiptum sínum til tiltekins flugfélags og kaupa af því sem dýrasta þjónustu.“

Grein Ólafs Stephensen á Vísi

Nýjar fréttir

Innskráning